Persónuupplýsingar sem unnið er með þegar þú hefur samskipti við okkur
Þegar þú átt í samskiptum við fulltrúa okkar í tölvupósti, síma, á netinu eða augliti til auglitis söfnum við persónuupplýsingum eins og nafni, póstfangi, símanúmeri, tölvupóstfangi og kjörstillingu á samskiptum og upplýsingum um vörur sem þú átt frá Ís-vest fyrirtækinu, eins og raðnúmer og dagsetningu viðskipta.
Til að bæta viðskiptamannaþjónustu okkar, með fyrirvara um gildandi lög, gætum við jafnframt skráð og farið yfir samtöl við fulltrúa sem þjónusta við viðskiptamenn og greina endur gjöf sem okkur var veitt af frjálsum vilja í viðskiptamannakönnunum. Fulltrúar sem þjónusta viðskiptamenn okkar gætu eftir atvikum og með leyfi þínu skráð sig á reikning Ís-vest fyrirtækis þíns til að hjálpa til við að greiða úr flækjum og leysa úr vanda sem upp hefur komið.
TILGANGUR OG LAGALEGAR FORSENDUR:
Við notum þessar upplýsingar til að láta þér í té viðskiptastuðning og stuðning vegna
vörukaupa og einnig til að fylgjast með gæðum og tegundum
viðskiptamannastuðnings og stuðnings vegna vörukaupa sem við veitum
viðskiptavinum okkar. Lögmætar forsendur fyrir því að vinna úr þessum upplýsingum
að því er þetta varðar eru lögmætir hagsmunir Ís-vest fyrirtækisins sem felast
í því að veita vandaðan stuðning vegna vörukaupa. Samþykki þitt, sem þú getur
dregið til baka, eru þær lögmætar forsendur sem með þarf til að við skráum okkur
inn á reikning þinn hjá Ís-vest eru eftir atvikum til að hjálpa við að greiða
úr flækjum og leysa vanda þinn.
Aðrir þjónustuveitendur:
Ís-vest notar skýjaþjónustu þriðju aðila eins og MAILCHIMP til að aðstoða við að senda tölvupósta. Þjónusta þessi fylgist með starfsemi sem tengist þessum
tölvupóstum, hvort þeir séu opnaðir, á hvaða tengla var slegið á og hvort
viðskipti hlutust af því að opna þessa tengla. Ís-vest notar þessi gögn til að
greina hversu mikil þátttaka hlaust af þessum tölvupóstum. Ís-vest notar
þjónustuveitendur úr hópi þriðju aðila til að senda keyptar vörur og hjálpa
okkur við að skilja betur notkun á vefverslun Ís-vest, auk vefsetra og
smáforrita Ís-vest.
Önnur upplýsingagjöf:
Við gætum veitt öðrum persónuupplýsingar um þig: a) ef við höfum gilt samþykki til aðgera svo, b) til að hlíta gildri vitnastefnu, lagaskyldu, dómsúrskurði,
lagalegu ferli eða öðrum lagalegum skuldbindingum, c) til að framfylgja
skilmálum, skilyrðum og stefnu okkar, eða d) eins og nauðsyn krefur til að
fylgja tiltækum lagaúrræðum eða verja lagalegar kröfur. Við gætum einnig flutt
persónuupplýsingar þínar til hlutdeildarfélags, dótturfélags eða þriðja aðila
þegar gerðar eru skipulagsbreytingar, við samruna eða sölu fyrirtækisins,
stofnun fyrirtækis um sameiginlegt verkefni, sértækt verkefni, yfirfærslu eða
annars konar tilfærslur á allri starfsemi eða hluta hennar, öllum eigum eða
birgðum Ís-vest eða hluta þeirra, þ.m.t og án takmarkana í sambandi við gjaldþrotameðferðir eða svipaðar meðferðir, að því tilskildu að slík starfseining sem við yfirfærum persónuupplýsingar til hafi ekki heimild til að vinna úr öðrum
persónuupplýsingum þínum en tilgreint er í stefnu okkar varðandi friðhelgi
einkalífsins og án þess að láta þér í té tilkynningu þess efnis og, ef gildandi
lög krefjast þess, fá samþykki þitt til þess.
Vafrakökur og svipuð tækni
Vefsetur:
Við, með hjálp þriðju aðila þjónustuveitenda gagnagreiningar, söfnum ákveðnum
upplýsingum þegar þú heimsækir vefsetur okkar í því skyni að hjálpa til við
greiningu á því hvernig þú og aðrir gestir ferðast um vefsetur Ís-vest og taka
saman samanlagða tölfræði um notkun setursins og svarhlutfall. Innan þessara
upplýsinga teljast IP-vistfang (e. IP address), landfræðileg staðsetning
búnaðar þíns, tegund vefvafra og tungumál sem þú notar þar, dagsetning og stund
heimsóknar, hvenær sólarhrings þú kemur á vefsetrið, hvaða síður þú skoðar
innan þess og á hvaða síðuþætti (t.d. tengla) þú slærð. Við gætum notað vafra
kökur, myndeindartög (e. pixel tags), gegnsæjar GIF-myndir eða svipuð tól á
vefsetri eða í tölvupóstum okkar til að hjálpa til við að safna saman og greina
slíkar upplýsingar. Við notum þessar upplýsingar til láta í té það efni sem er
mest viðeigandi hverju sinni, til að mæla skilvirkni auglýsinga, auðkenna og
lagfæra vanda og til að bæta heildarreynslu gesta okkar á vefsetrinu. Við gætum
jafnframt starfað með einum eða mörgum þriðju aðilum til að láta í té
auglýsingar á Netinu fyrir hönd okkar. Þeir gætu notað myndeindartög eða aðra
svipaða tækni til að safna upplýsingum um heimsóknir þínar á vefsetrið og þær
upplýsingar síðan til að senda þér markvissar auglýsingar. Fyrir fleiri
upplýsingar um þessa starfsvenju og til að skrá sig úr slíkri samantekt eða
notkun á þessum upplýsingum af hálfu þriðju aðila sem veita okkur þjónustu,
vinsamlegast sjáðu upplýsingar á www.networkadvertising.org. Viljir þú
ekki að upplýsingum sé safnað fyrir milligöngu þessara tæknitóla þarf aðeins
einfalt ferli í flestum netvöfrum til að afþakka sjálfkrafa þjónustu þeirra eða
fá upp val til að hafna eða þiggja þjónustu þeirra. Þeir sem búa
í Evrópusambandinu eða í annarri lögsögu þar sem farið er fram á að við fáum
leyfi þitt til að nota vafrakökur (e. cookies) á vefsetrinu okkar — eins og
verður á Íslandi þegar viðeigandi reglugerð Evrópusambandsins hefur verið færð
inn í EES-samninginn og innleidd af hálfu Alþingis — færðu tækifæri til að
stjórna kjörstillingu þinni á vefsetrinu, að því undanskildu að ákveðnar
vafrakökur verða að virka til að greiða fyrir grundvallarstarfsemi
vefsetursins, og þú getur valið þann kost að aftengja þessar vafrakökur.
Vefsetur Ís-vest fyrir farsíma:
Við söfnum einnig gögnum frá notendum að því er varðar notkun þeirra á vefsetri
Ís-vest fyrir farsíma. Tegundir greinilegra upplýsingar sem er safnað fela meðal annars í sér dagsetningu og tímann þegar smáforritið fær aðgang að netþjónum okkar, staðsetningu tækisins, valið tungumál, hvaða upplýsingar og skrár hefur verið niðurhalið í forritið, notendahegðun (t.d. hvaða þættir eru notaðir, tíðni notkunar),
stöðuupplýsingar tækis og búnaðar, tegund tækis, vélbúnaðar- og
stýrikerfisupplýsingar og upplýsingar sem varðar hvernig smáforritið virkar. Ís-vest
notar þessi gögn til að bæta gæði og virkni forrita okkar fyrir farsíma og
vefverslun Ís-vest til að þróa og markaðssetja vörur og þætti sem þjóna best
þér og öðrum notendum og til að auðkenna og leiðrétta stöðugleikavanda
forritsins og annan nothæfnisvanda eins fljótt og auðið er. Lögmætir hagsmunir
okkar til að skilja hvernig viðskiptavinir okkar eiga gagnkvæm samskipti við
vefsetur okkar eru þær lagalegar forsendur sem við höfum varðandi vinnslu á greinilegum upplýsingum, í þeim tilgangi að bæta reynslu notandans og virkni vara, snjall forrita og vefseturs okkar. Hér eru dæmi um þriðju þjónustuaðila sem við notumst við nú þegar og veita greiningu og svipaða þjónustu:
GREININGARÞJÓNUSTA:
Google:
Við notum Google Analytics til að fylgjast með tölfræði vefsíðunnar og öðrumlýðfræðilegum upplýsingum, áhugamál og hegðun á vefsetrum. Við notum einnig Google Search Console-stjórnborðið til að hjálpa okkur að skilja hvernig gestir
finna vefsetur okkar og í því skyni að bæta leitarvélabestun (SEO) okkar. Fáðu
frekari upplýsingar um hvernig nota má þessar greiningarupplýsingar, hvernig
eigi að stýra notkun upplýsinga þinna og hvernig skuli komast hjá því að Google
Analytics noti gögn þín.
Samfélagsmiðlar:
Þriðju þjónustuaðilar samfélagsmiðla sem láta í té gagnvirkar íbætur (e. plug-ins) eða
þætti í samfélagsmiðlum (t.d. til að heimila þér að tengjast Facebook eða
Twitter í því skyni að finna vini til að bæta við í tengslahópinn eða til að
„læka“ síðu) um vefsetur eða smáforrit fyrir farsíma Ís-vest, gætu notað
vafrakökur eða aðrar aðferðir (t.d. vefvita (e. web beacons)) til að safna
upplýsingum um notkun þína á vefsetrum eða smáforritum. Þriðji aðili styðst við
stefnu sína varðandi friðhelgi einkalífsins, sem tiltæk er á samfélagsmiðlinum,
við að nota slíkar upplýsingar og leggjum við til að þú skoðir hana ítarlega.
Slíkir þriðju aðilar gætu notað þessar vafrakökur eða aðrar
ferilskoðunaraðferðir í eigin skyni með tengja upplýsingar um notkun þína á
vefsetri okkar við þær persónuupplýsingar sem þeir gætu ráðið yfir um þig. Við
gætum einnig komist yfir greiningarupplýsingar frá samfélagsmiðlum sem hjálpa
okkur að mæla skilvirkni efnisinntaks okkar og auglýsinga á samfélagsmiðlum
(t.d. þrykk eða áslátt).
Börn
Við óskum eftir því að einstaklingar undir 16 ára aldrei veiti ekki Ís-vest persónuupplýsingar. Ef við komumst að raun um að við höfum safnað saman persónuupplýsingum frá barni undir 16 ára aldri munum við grípa til aðgerða í því skyni að eyða þeim upplýsingum eins fljótt og auðið er. Uppfærslur á
stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins Við gætum uppfært af og til þessa stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins þegar við bætum við nýjum vörum og smáforritum og þegar við bætum núverandi framboð okkar og um leið og tækni- og lagabreytingar verða. Þú getur séð hvenær þessi stefna varðandi friðhelgi einkalífsins var síðast endurskoðuð með því að líta til „Síðast uppfærð“ eða „Last updated“ skýringartextann efst á þessari síðu. Breytingar taka gildi þegar við setjum inn endurskoðaða stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins. Við munum tilkynna þér ef þessar breytingar eru efnislegar og, ef þess er krafist í gildandi lögum, að óska eftir samþykki þínu. Þessi tilkynning verður veitt með tölvupósti eða með því að setja inn tilkynningu þess efnis á vefsetur og smáforrit Ís-vest sem tengjast þessari stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins.
Varðveisla persónuupplýsinga
Við munum geyma persónuupplýsingar þínar eins lengi og aðgangur þinn hjá vefsíðu Ís-vest er talinn virkur. Einnig má leita undir „Réttur þinn“ eða „Your rights“ til að
finna lýsingu á réttindum þínum til að vera viss.
Réttur þinn
Sért þú með búsetu í Evrópusambandinu (eða á EES-svæðinu þegar viðkomandi reglugerð ESBhefur einnig tekið gildi þar) hefur þú réttindi samkvæmt almennu
persónuverndarreglugerðinni (GDPR) til að fá aðgang að og leiðrétta eða eyða
persónuupplýsingum þínum, takmarka færanleika gagna og vinnslu
persónuupplýsinga þinna, og réttindi til að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga
þinna og rétt til að leggja fram kvörtun til eftirlitsyfirvalda. Sért þú með
búsetu utan Evrópusambandsins (eða eftir atvikum í EES, sbr. að ofan) gæti þó
verið að þú hafir í þessu sömu réttindi samkvæmt innlendum lögum. Til að
krefjast aðgangs að og leiðrétta, takmarka færanleika eða eyða
persónuupplýsingum þínum eða hætta með reikning þinn hjá Ís-vest geturðu haft
samband við okkur á isvest@isvest.is.
Sért þú með búsetu í Evrópusambandinu (eða eftir atvikum í EES, sbr. að ofan) og óskar eftir að nýta rétt þinn til að takmarka vinnslu á eða réttindi þín til að
mótmæla vinnslu á persónuupplýsingum þínum geturðu haft samband við
gagnaverndunarstarfsmann okkar á lögheimili okkar eða með tölvupósti í isvest@isvest.is. Sért þú með búsetu utan Evrópusambandsins (eða eftir atvikum í EES, sbr. að ofan) en teljir þig hafa réttindi til að takmarka vinnslu á eða réttindi til að
mótmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna samkvæmt lögum í heimalandi þínu,
skaltu vinsamlegast hafa samband við gagnaverndunarstarfsmanninn á isvst@isvest.is.
Framkvæmdarstjóri